Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Opna flugeldhús í haust
Við undirritun samstarfssamnings Air Chefs Catering og Airport Associates á dögunum. Frá vinstri Engilbert Hafsteinsson, Skúli Mogensen, Magnús Ólafsson, Sigþór Kristinn Skúlason, Elías Skúli Skúlason og Karl Finnbogason.
Sunnudagur 19. júní 2016 kl. 06:00

Opna flugeldhús í haust

Fyrirtækið Air Chefs Catering verður opnað í haust, gangi áætlanir eigenda eftir. Framkvæmdastjóri félagsins er Magnús Ólafsson. Hjá Air Chefs Catering verða framleiddar máltíðir fyrir bæði farþega og flugáhafnir WOW air og annarra flugfélaga sem fljúga til Íslands. Einnig mun þar verða framleiddur matur fyrir mötuneyti Airport Associates og önnur fyrirtæki sem til félagsins leita.

Eldhúsið verður staðsett í nýbyggingu Airport Associates sem nú er verið að reisa á flugvallarsvæðinu. Að Air Chefs Catering standa Airport Associates, Fjárfestingarfélagið Títan ehf. í eigu Skúla Mogensen, aðaleiganda WOW air, og Fjárfestingarfélagið MK í eigu Magnúsar og viðskiptafélaga hans.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Magnús er matreiðslumaður og viðskiptafræðingur að mennt og var áður framleiðslustjóri hjá IGS svo hann er vel kunnugur starfsemi sem þessari. Að sögn hans verða starfsmenn tíu til fimmtán til að byrja með og verður unnið samkvæmt vaktafyrirkomulagi. „Þetta er mjög spennandi verkefni að opna eldhús á flugvallarsvæðinu. Nú er verið að vinna að hönnun eldhússins í samstarfi við mjög færa aðila. Það eru margvíslegar kröfur sem þarf að uppfylla í tengslum við framleiðsluna.“ Magnús segir spennandi tíma framundan, enda tækifærin mörg á Keflavíkurflugvelli.