Opna bókhaldi Reykjanesbæjar lokað tímabundið
Opna bókhaldi Reykjanesbæjar hefur verið lokað tímabundið af öryggisástæðum. Gagnaleki uppgötvaðist nýverið á viðkvæmum persónugögnum gegnum opið bókhald þriggja sveitarfélaga. Við úttekt á kerfi Reykjanesbæjar greindist ekki leki, en af öryggisástæðum var ákveðið að loka og yfirfara það, svo koma megi í veg fyrir hættu á leka.
Opið bókhald gerir sveitarfélögunum kleift að birta opið bókhald bæjarfélagsins á myndrænum og gagnvirkum mælaborðum á heimasíðu sveitarfélaga. Tilgangur með lausninni er að veita íbúum, fjölmiðlum og öðrum sem láta sig rekstur sveitarfélaga varða aukin og einfaldari aðgang að rekstrarupplýsingum í anda opins lýðræðis og gagnsæis hins opinbera.
Mælaborðunum er skipti í tvo hluta; annars vegar gjaldahluta og hins vegar tekjuhluta. Tekjur eru brotnar niður á málaflokka, þjónustuþætti og einstaka tekjuliði. Niðurbrot gjalda er sambærilegt en þar er hægt að skoða niðurbrot allt niður á einstaka birgja sveitarfélaga.
Við uppbyggingu og upplýsingagjöf í Opnu bókhaldi hafa sérstakar ráðstafanir verið gerðar til að koma í veg fyrir að viðkvæmar upplýsingar séu birtar á vefnum. Ekki er um lifandi gagnatengingu við fjárhagsbókhald að ræða heldur eru gögn uppfærð handvirkt og birt eftir ítarlega yfirferð. Með nýlegri uppfærslum á skýjaumhverfi Microsoft þar sem undirliggjandi Power BI kerfi er vistað opnaðist fyrir þann möguleika að skoða einstakar færslur í lánadrottnabókhaldi. Hvað og hversu mikið kemur fram í færslutexta er háð verklagi einstakra sveitarfélaga.
Þessi möguleiki er ekki augljós almennum notendum og krefst tæknilegrar þekkingar til að virkja og þannig voru þessar viðkvæmu upplýsingar ekki auðveldlega aðgengilegar. Ítarlegt prófunarferli var undanfari birtingar en prófun gangvart þessum möguleika var ekki framkvæmanleg þar sem mælaborð voru birt fyrir breytingu á þessar virkni hjá Microsoft.
Brugðist hefur verið við þessu þannig að undirliggjandi upplýsingar eru ekki lengur aðgengilegar en jafnframt hefur mælaborðum fyrir Opið bókhald sveitarfélaga verið lokað tímabundið meðan farið er yfir verklag til að gæta fyllsta öryggis varðandi þau gögn og upplýsingar sem birt verða framvegis.