Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Opinn málfundur allra framboða í Hljómahöll á miðvikudagskvöld
Baráttan um ráðhúsið verður í beinni vef Víkurfrétta á miðvikudagskvöld.
Þriðjudagur 22. maí 2018 kl. 00:04

Opinn málfundur allra framboða í Hljómahöll á miðvikudagskvöld

Málfundafélagið Faxi í samstarfi við Víkurfréttir og Reykjanesbæ efnir til opins málfundar með öllum framboðum í Reykjanesbæ í Hljómahöll nk. miðvikudag 23. maí klukkan 20:00.
 
Þetta er í fyrsta sinn sem málfundafélagið Faxi gengst fyrir opnum framboðsfundi og hafa oddvitar allra framboða boðað komu sína á fundinn. Faxafélagar annast skipulag og umsjón með fundinum og verður bryddað upp á nýjungum í annars hefðbundu fundafyrirkomulagi.
 
Oddvitar framboðanna í Reykjanesbæ sátu saman fyrir svörum hjá RUV fyrir skömmu, en í Hljómahöll gefst bæjarbúum kostur á að sjá frambjóðendur segja frá stefnu framboða sinna og heyra þá rökræða hver við annan.
 
Víkurfréttir munu streyma fundinum beint á netið en áætlað er að fundinum ljúki klukkan 22:00.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024