Opinn kynningarfundur um drög að endurskoðuðu aðalskipulagi
Opinn kynningarfundur verður um drög að endurskoðuðu aðalskipulagi Reykjanesbæjar 2006-2021 nk. miðvikudag í Bíósal Duushúsa. fundurinn hefst kl. 17:30 og stendur til kl. 19.
Í frétt á heimasíðu bæjarins segir að Reykjanesbær hafi að undanförnu unnið að endurskoðun aðalskipulags fyrir árin 2006-2021 í samræmi við þau leiðarljós og áherslur sem kynntar voru í Áfangaskýrslu 1 sl. sumar. Endurskoðunin nær til alls sveitarfélagsins. Efni fundarins er að kynna afrakstur skipulagsvinnunnar.
Á fundinum verða m.a. kynntar tillögur um:
Nýbyggingasvæði íbúða,?þéttingarsvæði íbúða, ný atvinnusvæði, útivistarsvæði, helstu umferðartengingar, breytingar á landnotkun s.s. færsla atvinnusvæða, staðsetningu gatnamóta við Reykjanesbraut, verndarsvæði og staðsetning raflína og jarðstrengja auk þess sem fjallað verður um umhverfisskýrslu aðalskipulagsins.
Tilgangur fundarins er að kynna drögin og fá fram ábendingar og athugasemdir um þau, sem verða svo nýttar í áframhaldandi skipulagsvinnu.
Drög að aðalskipulagi verða aðgengileg á heimasíðu Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is.Hægt er að senda ábendingar og athugasemdir við drögin á netfangið [email protected] eða til Umhverfis- og skipulagssviðs, Tjarnargötu 12, 230 Reykjanesbæ.
Athugasemdafrestur er til og með 22. ágúst 2008.
Séð yfir Innri Njarðvík - Loftmynd/Oddgeir Karlsson