Opinn íbúafundur um áhrif framkvæmda við flugbrautir
- á flugumferð og hljóðvist
Opinn íbúafundur um áhrif framkvæmda við flugbrautir á flugumferð og hljóðvist verður haldinn miðvikudaginn 17. maí kl. 17:00 í Bíósal Duus Safnahúsa. Fundinum verður sjónvarpað á Facebook-síðu Víkurfrétta.
Á fundinum verið farið yfir framkvæmdir við flugbrautarkerfi Keflavíkurflugvallar í sumar og áhrif á flugumferð. Þá verða kynntar niðurstöður hljóðmælinga og vefur sem opinn er almenningi og sýnir flugumferð í rauntíma.
Frummælendur á fundinum eru Björn Óli Hauksson forstjóri Isavia, Þröstur Söring framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Keflavíkurflugvallar, Valur Klemensson deildarstjóri umhverfisdeildar Keflavíkurflugvallar og Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri Reykjanesbæjar.
Gert er ráð fyrir að fundurinn standi yfir í klukkustund.