Opinn íbúafundur Isavia í Hjómahöll síðdegis
Opinn íbúafundur Isavia í Hjómahöll verður haldinn í dag, miðvikudag kl. 17:00. Á fundinum verður rædd starfsemin á Keflavíkurflugvelli og áhrif hennar á samfélagið.
Á fundinum verður farið yfir þær framkvæmdir sem eru framundan á Keflavíkurflugvelli. Einnig verður farið yfir þær umhverfismælingar sem eru í gangi og kynntir nýir flugferlar. Farið verður yfir spár um ný bein störf sem skapast vegna aukinna umsvifa á Keflavíkurflugvelli og hvaða vaxtarverki það getur haft í för með sér.
Frummælendur á fundinum verða:
Björn Óli Hauksson forstjóri Isavia
Guðmundur Daði Rúnarsson framkvæmdastjóri tækni- og eignasviði Keflavíkurflugvallar
Haraldur Ólafsson yfirflugumferðarstjóri á Keflavíkurflugvelli
Valur Klemensson deildarstjóri umhverfisdeildar á Keflavíkurflugvelli
Guðný María Jóhannsdóttir aðstoðarframkvæmdastjóri á Keflavíkurflugvelli
Dr. Huginn Freyr Þorsteinsson sérfræðingur og eigandi Aton
Fundurinn verður í beinni útsendingu á fésbókarsíðu Víkurfrétta.