Opinn fundur um tvöföldun Reykjanesbrautarinnar
Markaðs- og atvinnumálaskrifstofa Reykjanesbæjar býður til opins fundar í Eldborg, fundarsal Hitaveitu Suðurnesja, Orkuverinu í Svartsengi föstudaginn 11. febrúar kl. 10 árdegis. Efni fundarins er að varpa ljósi á brýna þörf á tvöföldun Reykjanesbrautarinnar. Fulltrúar allra sveitarfélaga á Suðurnesjum eru boðaðir á fundinn sem og þingmenn Reykjaneskjördæmis, fulltrúar hagsmunaaðila eins og Lögreglunnar, Vegagerðarinnar, Tryggingafélaganna, FÍB, Umferðarráðs o.fl. Mikil umræða hefur verið um slysahættu og þungaflutninga á Reykjanesbrautinni á undanförnum árum svo það má búast við fjölmennum, fróðlegum og vonandi árangursríkum fundi í fyrramálið.