Opinn fundur um skipulagsmál í dag
Opinn fundur um skipulagsmál verður haldinn í dag á Flughóteli í Keflavík. Fundurinn hefst kl. 13. Fundurinn er opinn fyrir hönnuði, tæknimenn, iðnaðarmenn og eftirlitsaðila um nýja byggingareglugerð, samræmingu eftirlits og leiðir til aukinna samskipta innan byggingageirans.
Dagskrá fundarins er eftirfarandi:
Friðrik Ágúst Ólafsson, forstöðumaður Meistaradeildar Samtaka iðnaðarins.
Jón Guðmundsson, fagstjóri byggingasviðs Mannvirkjastofnunar.
Ingibjörg Halldórsdóttir, lögfræðingur Mannvirkjastofnunar.
Logi Már Einarsson, formaður Arkitektafélagsins.
Magnús Sædal, fulltrúi Félags byggingafulltrúa.
Einar Júlíusson, byggingafulltrúi Reykjanesbæjar.
Umræður og fyrirspurnir.
Fundarstjóri er Orri Hauksson framkvæmdastjóri SI.
Léttar veitingar.