Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Opinn fundur um framboð S-listans í Sandgerði
Föstudagur 28. febrúar 2014 kl. 09:43

Opinn fundur um framboð S-listans í Sandgerði

S-listinn og Samfylkingarfélagið í Sandgerði boða til opins fundar laugardaginn 1. mars kl. 13:00 um sveitarstjórnarkosningar 2014. Fundurinn fer fram í Vörðunni við Miðnestorg í Sandgerði.

Á fundinum verður fjallað um tillögu um framboð S-lista Samfylkingarinnar og óháðra borgara í sveitarstjórnarkosningum 2014 í Sandgerði. Jafnframt verður til umræðu tillaga um að opið prófkjör vegna vals á framboðslista fari fram laugardaginn 22. mars.

Fólk sem hefur áhuga á því að taka sæti á framboðslista S-listans er sértaklega hvatt til að mæta á fundinn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024