Opinn fundur um atvinnumál í Sandgerði
Sandgerðislistinn boðar til opins fundar um atvinnumál í Sandgerði fimmtudaginn 23. janúar 2003. Fundurinn fer fram á Veitingahúsinu Vitanum við Vitatorg í Sandgerði og hefst kl. 20:30. Frummælendur eru Kristján Gunnarsson formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis, Ketill Jósefsson forstöðumaður Svæðisvinnumiðlunar Suðurnesja og Gunnar Bragi Guðmundsson hjá Ný-fiski ehf. í Sandgerði. Ólafur Þór Ólafsson, oddviti Sandgerðislistans, verður fundarstjóri.
Miklar breytingar hafa orðið í atvinnumálum í Sandgerði á síðustu árum og skiptir þar mestu samdráttur í útgerð og vinnslu sjávarafurða. Til að tryggja áframhald blómlegrar byggðar verður að snúa vörn í sókn og þá er ekki nóg að takmarka umræðuna einungis við Sandgerði heldur verður að fjalla um málin út frá heildarhagsmunum
Suðurnesja.
Það er von okkar á Sandgerðislistanum að fundurinn verði til þess að örva jákvæða umræðu um atvinnumál og geti orðið eitt skref af mörgum til betri framtíðar. Við treystum því að sem flestir sem láta sig atvinnumál varða mæti.
Allir velkomnir.
Miklar breytingar hafa orðið í atvinnumálum í Sandgerði á síðustu árum og skiptir þar mestu samdráttur í útgerð og vinnslu sjávarafurða. Til að tryggja áframhald blómlegrar byggðar verður að snúa vörn í sókn og þá er ekki nóg að takmarka umræðuna einungis við Sandgerði heldur verður að fjalla um málin út frá heildarhagsmunum
Suðurnesja.
Það er von okkar á Sandgerðislistanum að fundurinn verði til þess að örva jákvæða umræðu um atvinnumál og geti orðið eitt skref af mörgum til betri framtíðar. Við treystum því að sem flestir sem láta sig atvinnumál varða mæti.
Allir velkomnir.