Opinn fundur SA um stöðu atvinnumála og vinnumarkaðinn í Reykjanesbæ
– 24. janúar í Stapa Reykjanesbæ
Samtök atvinnulífsins efna til opins fundar um stöðu atvinnumála og vinnumarkaðinn í Reykjanesbæ, mánudaginn 24. janúar næstkomandi. Fundurinn fer fram í Stapa kl. 17-19. Vilmundur Jósefsson, formaður SA og Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, munu ræða um stöðuna í atvinnulífinu og yfirstandandi kjaraviðræður auk þess að svara fyrirspurnum.
Þá munu Ragnar Guðmundsson, forstjóri Norðuráls og Ásgeir Margeirsson, stjórnarformaður HS Orku, veita stutt yfirlit um verklegar framkvæmdir sem tengjast fyrirtækjunum.
Fundurinn er öllum opinn en nauðsynlegt er að skrá þátttöku á vef SA. Stjórnendur og forsvarsmenn fyrirtækja, stórra sem smárra, eru hvattir til að mæta og taka þátt ásamt öllu áhugafólki um uppbyggingu atvinnulífsins.