Opinn fundur með fjármálaráðherra í kvöld
Oddný G Harðardóttir, fjármálaráðherra, og Magnús Orri Schram, formaður þingflokks Samfylkingarinnar, halda opinn fund á Ránni um atvinnu- og efnahagsmál í kvöld, fimmtudaginn 9. febrúar, kl. 20.00.
Fundurinn er liður í fundaferð þingflokks Samfylkingarinnar um allt land sem hófst með fjölsóttum fundi fjármálaráðherra á Selfossi á laugardaginn en alls verða haldnir 18 opnir fundir um allt land þessa vikuna undir yfirskriftinni „Klárum málin“.
Atvinnu- og efnahagsmál eru meginefni fundaferðarinnar og byggja þingmenn m.a. á afrakstri flokkstjórnarfundar Samfylkingarinnar 28. janúar s.l. þar sem þar sem ydduð voru helstu forgangsverkefni næstu mánaða í atvinnu- og efnahagsmálum grundvölluðum á stefnu flokksins samþykktri á landsfundinum í október.
Þingflokkur Samfylkingarinnar hefur til þessa haldið 66 opna fundi á kjörtímabilinu en aldrei heimsótt fleiri staði í einni fundaferð. Þingmennirnir munu auk þess nýta hléið frá þingstörfum í vikunni til þess að heimsækja fyrirtæki og stofnanir um allt land.
Fundurinn er öllum opinn og hefst kl. 20.00 á Ránni á fimmtudaginn.