Opinn fundur í Reykjanesbæ um varnarmál
Opinn fundur á vegum sjálfstæðisfélaganna í Reykjanesbæ og Varðbergs þar sem fjallað verður um varnarmál á óvissutímum og hlutverk varnarsvæðisins á Keflavíkurflugvelli verður miðvikudaginn 9. mars.
Guðrún Hafsteinsdóttir oddviti flokksins í Suðurkjördæmi setur fundinn og sérstakur gestur verður Björn Bjarnason fyrrverandi ráðherra sem mun fara yfir sögu varnarsamstarfs Íslands og stöðuna í dag. Njáll Trausti Friðbertsson, varaformaður utanríkismálanefndar, formaður Íslandsdeildar Natóþingsins og formaður Varðbergs, mun vera með erindi og svara spurningum. Jón B. Guðnason framkvæmdastjóri Landhelgisgæslunnar í Keflavík mun fjalla um hlutverk varnarsvæðisins á ófriðartímum.
Fundurinn hefst kl. 18:00 í Sjálfstæðishúsinu í Njarðvík, Hólagötu 15, miðvikudaginn 9. mars og við hvetjum áhugasama til að mæta og taka með sér gesti!
Sjálfstæðisfélögin í Reykjanesbæ.