Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Opinn fundur í Hljómahöll dag um málefni Helguvíkur
Frá fyrstu skóflustungu að kísilveri United Silicon í Helguvík á sl. ári.
Miðvikudagur 29. apríl 2015 kl. 09:31

Opinn fundur í Hljómahöll dag um málefni Helguvíkur

Umhverfis- og skipulagssvið Reykjanesbæjar heldur opinn íbúa fund í Hljómahöll í dag kl.17. Á fundinum verða kynntar skipulagsbreytingar í Helguvík og rædd mál sem tengjast mengun frá stóriðju þar.

Skipulagsbreytingar eru kynntar í auglýsingu frá Reykjanesbæ og hefur frestur til að gera athugasemdir við auglýst skipulag verið framlengdur til 8. maí næstkomandi. „Umhverfis- og skipulagssvið vildi einnig nýta þetta tækifæri til að fá kynningu frá fulltrúum verkfræðistofa og opinberum stofnunum sem hafa haft með vöktunaráætlanir iðjuvera og starfsleyfi. Það er okkur mikið í mun að íbúar fái sem mestar upplýsingar varðandi þessi verkefni enda mikil umræða í bænum um þau,“ segir Guðlaugur Sigurjónssons framkvæmdastjóri hjá Reykjanesbæ.

Fundurinn verður í Hljómahöll klukkan 17.
Dagskrá (og aðilar sem eru með kynningu):

1. Deilsskipulag í Helguvík (Brynjólfur frá Verkfræðistofu Suðurnesja)
2. Vöktun á mengandi iðnaði (Arnór Þórir frá Verkís)
3. Loftgæði Innan og utan þynningarsvæðis (Sveinn Óli frá Vatnaskil)
4. Mengandi starssemi - hlutverk UST ( Aðalbjörg B. Guttormsdóttir frá
Umhverfsisstofnun).

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024