Opinn fundur Heklunnar og Íslandsstofu haldinn 17. september
Heklan, atvinnuþróunarfélag Suðurnesja, stendur fyrir fundi 17. september sem verður öllum opinn. Um er að ræða kynningarfund á starfsemi Íslandsstofu fyrir þá sem hyggja á útflutning eða markaðssetningu erlendis hvort sem starfsemin tengist sjávarútvegi, ferðaþjónustu, hönnun, iðnaði, fjárfestingum o.s.frv.
Heklan hefur unnið að undirbúningi þess fundar síðan í vor í samstarfi við Íslandsstofu.