Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Opinn dagur í námsmannaíbúðum
Föstudagur 24. febrúar 2006 kl. 15:30

Opinn dagur í námsmannaíbúðum

Fasteignafélagið Þrek kynnti í gær nýjar nemendaíbúðir við Krossmóa á opnum degi.
Þegar hafa nemendur fest sér 5 íbúðir í fyrsta áfanga nemendaíbúðanna en íbúðir í fyrsta áfanga eru alls 12 talsins, bæði 2ja og 3ja herbergja.

Íbúðirnar eru ætlaðar nemendum í framhalds- eða háskólanámi og fylgir þeim auk hefðbundinna heimilistækja: kæliskápur, örbylgjuofn, þvottavél og gluggatjöld í öllum herbergjum.
Húsaleiga á mánuði fyrir 2ja herberja íbúð er kr. 47.000 og kr. 59.000 fyrir 3ja herbergja íbúð.

Hámark mögulegra húsaleigubóta einstaklinga í febrúar 2006 er kr. 11.900, en 25.500 m.v. 2 börn í heimili.

Í tilefni dagsins var óskað eftir tillögum um nafn á nemendaíbúðirnar og eru 100.000 kr. verðlaun í boði. Þeir sem luma á góðri hugmynd geta sent hana á netfangið [email protected].

Allar nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu félagsins Hafnargötu 20 eða í síma 421 8188.

Af vef Reykjanesbæjar
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024