Opinn dagur í Gerðaskóla
 Á morgun föstudag verður opinn skóladagur í Gerðaskóla. Þó svo að skólinn sé alltaf opinn foreldrum og öðrum góðum gestum var ákveðið að minna á það með þessum hætti og bjóða öllum að líta við.
Á morgun föstudag verður opinn skóladagur í Gerðaskóla. Þó svo að skólinn sé alltaf opinn foreldrum og öðrum góðum gestum var ákveðið að minna á það með þessum hætti og bjóða öllum að líta við. 
Skólastarfið verður í engu frábrugðið venjulegri stundarskrá á föstudegi en þó verður kaffisopi á boðstólum á göngum og muffins sem nemendur hafa bakað í tilefni dagsins.
Allir eru hjartanlega velkomnir og starfsfólk og nemendur vonast til að margir líti við.
Af vefsíðu Garðs

 
	
			

 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				