Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Opinn dagur hjá Keili á Keflavíkurflugvelli í dag
Laugardagur 17. maí 2008 kl. 13:19

Opinn dagur hjá Keili á Keflavíkurflugvelli í dag

Keilir, miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs, Kadeco, Reykjanesbær og Háskólavellir vinna saman að uppbyggingu háskóla- og þekkingarsamfélags á gamla varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Í dag, laugardaginn 17. maí verður opinn dagur á svæðinu á milli kl 14 - 17 þar sem fyrirtæki kynna starfsemi sína. Keilir kynnir nám næsta vetrar í höfuðstöðvum sínum á Vallarheiði og í kennsluhúsnæði við Menntaveg. Kort af svæðinu verða afhent hjá Keili, í íþróttahúsinu, á Langbest og í Samkaup.


Í hátíðarsal Keilis verður kynning á námi næsta vetrar kl. 14:30 og 16:00.


• Rúmgóðar og vel búnar námsmannaíbúðir svæðisins til sýnis
• Starfsemi Kadeco kynnt
• Reykjanesbær kynnir þjónustu sveitarfélagsins
• Leikskólinn Völlur, sem rekinn er af Hjallastefnunni, verður opinn
• Samkaup bjóða börnum upp á djús og ís
• Langbest opnar nýjan veitingastað og býður upp á vöfflur og kaffi
• Línuskautahöllin, hoppukastalar og innileikvöllur í boði Háskólavalla
• Goða pylsur og ískalt kók fyrir alla 


Komdu og kynntu þér háskólasamfélagið á gamla varnarsvæðinu og taktu fjölskylduna endilega með!


Krakkar komið með línuskautana!

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024