Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Opinn dagur hjá HSS í Janssen á miðvikudaginn
Ljósmynd: Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
Mánudagur 28. júní 2021 kl. 10:19

Opinn dagur hjá HSS í Janssen á miðvikudaginn

Miðvikudaginn 30. júní verður seinni boðun frá kl. 9:00-10:40 í Astra Zeneca hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja en bólusett er í húsnæði Landhelgisgæslunnar á Ásbrú. Þeim sem komu 28. apríl verður boðið að koma fyrr en áætlað var, þ.e. níu vikum eftir fyrstu sprautu í stað tólf vikna.

Miðvikudaginn 30. júní verður svo aftur opin dagur í Janssen bólusetningu á milli kl. 11:20 og 12:20 og þeim sem fengið hafa Covid boðið að koma í Janssen. Miðað er við að lengra en 3 mánuðir séu liðnir síðan viðkomandi veiktist af Covid. Þeir sem mega ekki koma í Janssen eru 18 ára og yngri og barnshafandi konur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Fimmtudaginn 1. júlí verður seinni bólusetning með Pfizer. Þá verður börnum frá 12-15 ára með undirliggjandi sjúkdóma boðið upp á fyrsta Pfizer og ungmennum á aldrinum 16 til 18 ára, sem komust ekki síðast (fædd 2005, 2004 og 2003).

Athugið að þetta verður í síðasta skipti sem boðið verður upp á fyrri Pfizer-sprautuna uppi á Ásbrú.