Opin námskynning í Stapa í dag
Nú í dag fer fram opin námskynning á Suðurnesjunum í Stapanum Reykjanesbæ. Milli klukkan 14 -18 verður hægt að kynna sér nýja námsmöguleika í framhaldskólum, frumgreinadeildum, háskólum og fullorðinsfræðslu. Rágjafar frá skólunum og Vinnumálastofnun aðstoða þig við að finna heppilegustu leiðirnar til að bæta menntun, auka hæfni þína og fjölga atvinnumöguleikum.
Með samstarfi skóla, stjórnvalda og atvinnulífsins opnast nýjir möguleikar fyrir atvinnuleitendur. Þeim sem uppfylla þessi skilyrði gefst nú kostur á að stunda nám á haustönn án þess að greiða skólagjöld og halda atvinnuleysisbótum. Markmiðið er að veita 1000 umsækjendum aðgang að framhaldsskólum, frumgreinadeildum, háskólum og framhaldsfræðslu með óskertum atvinnuleysisbótum í eina önn.
Mynd: Útskriftarhópur Miðstöðvar Símenntunar á Suðurnesjum