Opin kóræfing og klúbbastarf
Kyrrðarstund í Kapellu vonarinnar, Sr. Fritz Már og Arnór organisti leiða stundina með andlegri næringu og söng. Boðið verður upp á heilsusúpu og gróft brauð eftir stundina sem hefst kl. 12.
Kór Keflavíkurkirkju verður með opna kóræfingu í Duushúsum kl. 18 þar sem boðið verður upp á heilsusamlegar veitingar.
MSS við Krossmóa 4a býður upp á Jóga með Rannveigu Garðarsdóttur í húsakynnum sínum. Þátttakendur eru beðnir um að koma með sína eigin Jógadýnu, teppi og vatnsbrúsa.
Fjörheimar kynna klúbbastarf sitt fyrir 8.- 10. bekk frá kl. 19:20-22 á opnu húsi, boðið verður upp á ávexti.
Sporthúsið er með opið hús fyrir alla í Heilsu- og forvarnarvikunni en nánari upplýsingar um opna hóptíma og opnunartíma má finna á heimasíðu Sporthússins.
Lífsstíll verður með opna heilsuviku og er frír aðgangur í alla opna tíma sem og í tækjasal.
Nánari upplýsingar um viðburði dagsins má finna hér.