Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Opið prófkjör hjá Samfylkingunni í Reykjanesbæ
Þriðjudagur 26. janúar 2010 kl. 22:52

Opið prófkjör hjá Samfylkingunni í Reykjanesbæ

Á fjölmennum félagsfundi Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ í kvöld var samþykkt að bjóða fram Samfylkingarlista í komandi bæjarstjórnarkosningum og að halda opið prófkjör þar sem öllum kosningabærum bæjarbúum gefist kostur á að taka þátt.


Fimm efstu sætin hljóti bindandi kosningu í prófkjörinu. Kynjaregla flokksins gildi fyrir fimm efstu sætin, þ.e. annað kynið hljóti ekki minna en 40% sæta og séu ekki fleiri en tvö sæti í röð skipuð einstaklingum af sama kyni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Framkvæmdanefnd vegna fyrirhugaðs prófkjörs var skipuð á fundinum í kvöld og það verður hennar verk að skipuleggja prófkjörið, kalla eftirframbjóðendum og ákveða prófkjörsdag.