OPIÐ PRÓFKJÖR Á REYKJANESI OG AUGLÝSINGABANN
Sameinuð fylking vinstri manna mun halda opið prófkjör til Alþingiskosninga á Reykjanesi en Kvennalisti hefur enn ekki tekið afstöðu til samfylkingarinnar.Rætt er um girðingu við 5. sæti sem tryggir fulltrúa Alþýðuflokks, Alþýðubandalags og Kvennalista eitt sæti fyrir þar fyrir ofan.Talið er að stuðningsmenn muni eingöngu taka þátt í prófkjörinu og hefur verið gerð tillaga um sameiginlega kynningu á frambjóðendum og auglýsingabann. Einnig eru uppi hugmyndir um að takmarka útgjöld hvers frambjóðanda.Þeir frambjóðendur sem vitað er að munu bjóða sig fram eru Sigríður Jóhannesdóttir, Ágúst Einarsson, Guðmundur Árni Stefánsson, Rannveig Einarsdóttir og talið er að Guðný Guðbjörnsdóttir muni bjóða sig fram á Reykjanesi.