Opið í Bláfjöllum á ný
Skíða- og snjóbrettafólk getur tekið gleði sína á ný því það verður opið í Bláfjöllum til kl. 21:00 í kvöld. Borgarlyftan, byrjendalyfta og kaðallyfta við Bláfjallaskála opnuðu kl. 10:00 í morgun en diskalyftur í Suðurgili og stólalyftan í Kóngsgili opna kl. 14:00 í dag. Lyftur í Eldborgargili verða opnaðar kl. 17:00.
Í Bláfjöllum er nýfallinn snjór og vinna stendur yfir við snjótroðslu og ýtingar. Göngubraut verður tilbúin til notkunar kl. 16:00 í dag. Vetrarfærð er á vegum á leið til Bláfjalla og mælt er með því að ökutæki sem ætli sér þangað í dag séu búin til vetraraksturs.
www.skidasvaedi.is
Í Bláfjöllum er nýfallinn snjór og vinna stendur yfir við snjótroðslu og ýtingar. Göngubraut verður tilbúin til notkunar kl. 16:00 í dag. Vetrarfærð er á vegum á leið til Bláfjalla og mælt er með því að ökutæki sem ætli sér þangað í dag séu búin til vetraraksturs.
www.skidasvaedi.is