Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Opið hús um helgina hjá Perlunni
Fimmtudagur 1. september 2005 kl. 19:07

Opið hús um helgina hjá Perlunni

Það verður líf og fjör hjá líkamsræktarstöðinni Perlunni um Ljósanæturhelgina en þá verður opið hús fyrir alla þá sem vilja koma og prufa eða fá leiðsögn hjá einkaþjálfurum. Einnig verður í boði frí fitamæling ásamt því sem að frábær tilboð verða á þrekkortum, ljósakortum og vörum frá Labrada.

„Síðan erum við að kynna nýjasta æðið hjá okkur en það er Body Jam sem er sérhannaður danstími frá Les Mills en þar kemur funk, hip hop, salsa og latin við sögu,“ sagði Sigríður Kristjánsdóttir hjá Perlunni, eða Sigga eins og hún er kölluð. „Við erum einnig að fá tvö ný Cybex tæki sem eru göngubraut og cross-trainer,“ sagði Sigga.

Veturinn hjá Perlunni lítur vel út en nóg af námskeiðum verða í boði og má þar t.d. nefna spinning, M.R.L. , unglinganámskeið fyrir 13-15 ára, shape up og hið vinsæla body jam námskeið.

Það lítur því út fyrir það að enginn þurfi að ganga um með aukakílóin í vetur.

VF-mynd/AMG: Sigga með eitt af Cybex tækjunum sem eru nú þegar komin í Perluna

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024