Fimmtudagur 16. maí 2002 kl. 23:13
Opið hús í leikskólum daginn fyrir kjördag
Allir leikskólar Reykjanesbæjar verða almenningi til sýnis föstudaginn 24. maí nk. kl. 14.00 til 16.00. Starfsemi leikskólanna verður kynnt og mun hver leikskóli skipuleggja sína kynningu.Allir eru velkomnir og fólk hvatt til þess að kynna sér þá starfsemi sem fram fer í leikskólum Reykjanesbæjar.