Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Opið hús í Frumkvöðlasetrinu á Ásbrú í dag
Laugardagur 30. október 2010 kl. 12:26

Opið hús í Frumkvöðlasetrinu á Ásbrú í dag

Opið hús er í dag hjá Frumkvöðlasetrinu á Ásbrú á milli kl. 13:00 og 15:00 Í ELDEY, byggingu 506 við Grænásbraut, þar sem fólki gefst kostur á að kynna sér aðstöðuna og þjónustu í boði. Með því að koma í heimsókn geta gestir séð hvað nokkrir frumkvöðlar á Suðurnesjum eru að bralla.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Kjartan Þór Eiríksson, framkvæmdastjóri Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar, Berglind Hallgrímsdóttir, framkvæmdastjóri Impru á Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Þóranna K. Jónsdóttir, verkefnastjóri, kynnir starfsemina og opnar Frumkvöðlagáttina núna kl. 13:30

Þá getur fólk einnig farið í Í ELDVÖRP, Flugvallarbraut 752 (á móti Virkjun) og notað tækifærið til að skoða aðstöðuna þar.