Opið hús í Eldey
- Opinn dagur á Ásbrú sumardaginn fyrsta
Eldey þróunarsetur verður með opið hús á morgun, sumardaginn fyrsta, í tilefni opins dags á Ásbrú frá kl. 13 - 16:00.
þar verða frumkvöðlar með opnar vinnustofur og Carpe Diem býður ókeypis prufutíma í markþjálfun.
Í Eldey er boðið upp á vinnuaðstöðu og stuðning við frumkvöðla og fyrirtæki en alls starfa 11 sprotafyrirtæki í þróunarsetrinu.
Þau eru: Mýr design - Íris Rós leirlist - AwareGo - Nehemia - Rakennuskemia - Dís hönnun - Relevant web traffic - Ekron flugvélamálun - Sápan - Ugla - Dröfn Hlíðar - Carpe Diem.
Sjón er sögu ríkari - starfsmenn Heklunnar verða á staðnum og svara spurningum, heitt á könnunni.