Opið hús hjá slökkviliðinu í dag á 112 deginum
Í dag er opið hús á slökkvistöðinni í Reykjanesbæ þar sem Brunavarnir Suðurnesja taka á móti gestum í tilefni þess að í dag er 112 dagurinn. Gestir og gangandi geta kynnt sér búnað slökkviliðsins og fengið tilsögn í ýmsum málum varðandi öryggisbúnað á heimilum og þ.h. Þá verður lögreglan á Suðurnesjum með nýjasta bílinn í sínum flota á staðnum og gefst gestum tækifæri á að skoða hann.