Opið hús hjá Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum (MSS)
Í tilefni nýrrar námsskrár MSS verður opið hús hjá Miðstöð símenntunar þriðjudaginn 17. september milli klukkan 19:00 og 21:30. Í boði verður kynning á námskeiðum og námsleiðum á haustönn ásamt kynningu á starfsemi MSS. Með opnu húsi vill starfsfólk MSS bjóða gestum að skoða hvað verður í boði fyrir einstaklinga og fyrirtæki á haustönninni en jafnframt gera sér glaðan dag og fagna enn einu starfsári MSS.
Góðir gestir
Vilborg Arna Gissurardóttir, ferðamálafræðingur, ferðaðist á Suðurpólinn fyrr á þessu ári, ein síns liðs. Vilborg Arna ætlar að segja okkur ferðasöguna sína og fjalla um þau gildi sem hún hefur tileinkað sér; jákvæðni, áræðni og hugrekki. Þrautseigja og úthald við erfiðar aðstæður. Fyrirlesturinn hefst kl. 20:00.
Garðar Arnarson kynnir nýjustu heimildarmynd sína, ÖLLI, mynd um líf og leik Örlygs Arons Sturlusonar, fyrrum leikmanns körfuknattleiksliðs Njarðvíkur, sem lést langt um aldur fram. Garðar ætlar að segja okkur frá þeirri vinnu sem liggur á bak við gerð heimildarmyndar og sýna okkur brot úr myndinni. Kynningin hefst kl. 19:15.
Nám í boði
MSS kynnir margs konar námskeið og bóklegt nám, s.s Grunnmenntaskólann, Nám og þjálfun, Aftur í nám og Skrifstofuskólann. Jafnframt verður kynnt hvaða leiðir standa nemendum opnar eftir að þessum námsleiðum lýkur.
Vel útbúið tölvuver MSS verður opið og náms- og starfsráðgjafar kynna þjónustu sem MSS býður upp á, svo sem áhugasviðsgreiningar, raunfærnimat, námsráðgjöf og fleira. Kynning verður á fullorðinsfræðslu fatlaðra en á haustmisseri verður boðið upp á enskukennslu með áherslu á talað mál og tölvukennsla, þar sem áherslan er á kvikmyndaupptökur á stafrænar myndavélar.
Frábærir vinningar
Skemmtilegt happdrætti verður fyrir þá sem skrá sig á viðburðinn á fésbók MSS sem og fyrir þá sem mæta. Starfsfólk MSS hvetur alla til að mæta og kynna sér starfsemina, hlusta á skemmtilegan fyrirlestur og þiggja léttar veitingar.
Hlökkum til að sjá þig
Starfsfólk MSS