Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Opið hús hjá lögreglunni í dag
Laugardagur 26. apríl 2003 kl. 15:32

Opið hús hjá lögreglunni í dag

Opið hús er hjá lögregluembættum um allt land í dag frá kl. 11:00-17:00 og er almenningi boðið að koma í heimsókn á lögreglustöðvarnar í Keflavík og Grindavík, þiggja veitingar, skoða og fá kynningu á starfsemi lögreglunnar. Nokkuð af fólki hefur heimsótt lögregluna í Keflavík í dag og skoðað búnað hennar og fleira. Krakkar fengu m.a. að setjast í lögreglubílinn og tekin voru af þeim fingraför sem þau fá svo að eiga á spjaldi til að taka með heim.Íbúar Suðurnesja eru hvattir til að kíkja í heimsókn og fræðast um starfsemi lögreglunnar en opið er til kl. 17:00 eins og áður segir. Sjón er sögu ríkari en á lögreglustöðinni er svo sannarlega margt forvitnilegt, s.s. vopn sem tekin hafa verið í vörslu, hægt er að skoða fangaklefana og margt fleira.

Mynd: Þessir krakkar fengu að setjast í lögreglubílinn og fannst þeim það sko alls ekki leiðinlegt.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024