Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Opið hús hjá Brunavörnum Suðurnesja á laugardag
Fimmtudagur 13. apríl 2023 kl. 11:16

Opið hús hjá Brunavörnum Suðurnesja á laugardag

Í tilefni af 110 ára afmæli Brunavarna Suðurnesja er Suðurnesjafólki boðið að koma og skoða slökkvistöðina við Flugvelli í Reykjanesbæ laugardaginn 15. apríl kl. 13 til 16.

Gestum er boðið að skoða slökkvistöðina og tækjabúnað slökkviliðsins. Þá er vakin athygli á ljósmyndasýningu en glerveggir í slökkvistöðinni eru prýddir ljósmyndum frá Víkurfréttum sem teknar eru á starfssvæði Brunavarna Suðurnesja. Boðið verður uppá kaffi og kleinur fyrir gesti. Allir eru velkomnir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024