Opið hús á Keflavíkurflugvelli í dag
Í dag munu Íslensk og Bandarísk stjórnvöld minnast fimmtíu ára afmælis varnarsamnings ríkjanna sem gerður var árið 1951.
Í tilefni af þessum merku tímamótum verður opið hús fyrir almenning í varnarstöðinni á Keflavíkurflugvelli laugardaginn 5. maí frá kl. 11 f.h. til 4 e.h.
Bifreiðastæði verða fyrir gesti við stóra flugskýlið næst vatnstanki vallarins og þar gefst kostur á að njóta fjölbreyttrar skemmtunar fyrir alla fjölskylduna með lifandi tónlist, þrautum og leikjum og hressingar af ýmsu tagi. Flugvélakostur varnarliðsins, gestkomandi flugvélar og annar búnaðar varnarliðsins verða til sýnis á flughlaðinu ásamt slökkvi- og björgunarbifreiðum slökkviliðsins og snjóruðningstækjum. Ítarlegar sögu- og ljósmyndasýningar verða settar upp í gömlu flugstöðinni og flugskýlinu gegnt henni. Þá gefst gestum kostur á að skoða gamlar uppgerðar herbifreiðar í eigu félaga í Fornbílaklúbbnum og annarra, heimsækja íþróttahúsið, keilusalinn, hjólaskautasal og kvikmyndahús varnarliðsins. Einnig verður opið hús í slökkvistöðinni og framhaldsskólanum, þar sem fram fer mót íslenskra og bandarískra skólalúðrasveita, svo og í kirkju varnarliðsins þar sem kórar hinna ýmsu söfnuða varnarliðsmanna munu syngja fyrir gesti.
Ekki er gert ráð fyrir umferð einkabifreiða eða fótgangandi gesta milli aðskilinna svæða sem opin verða almeningi en strætisvagnar verða í stöðugum förum með gesti á milli staða og í skoðunarferðir um flugvallarsvæðið í fylgd leiðsögumanna.
Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Umferð er um Grænáshlið ofan Njarðvíkur. Gestir eru vinsamlega beðnir að hafa ekki með sér hunda.
Í tilefni af þessum merku tímamótum verður opið hús fyrir almenning í varnarstöðinni á Keflavíkurflugvelli laugardaginn 5. maí frá kl. 11 f.h. til 4 e.h.
Bifreiðastæði verða fyrir gesti við stóra flugskýlið næst vatnstanki vallarins og þar gefst kostur á að njóta fjölbreyttrar skemmtunar fyrir alla fjölskylduna með lifandi tónlist, þrautum og leikjum og hressingar af ýmsu tagi. Flugvélakostur varnarliðsins, gestkomandi flugvélar og annar búnaðar varnarliðsins verða til sýnis á flughlaðinu ásamt slökkvi- og björgunarbifreiðum slökkviliðsins og snjóruðningstækjum. Ítarlegar sögu- og ljósmyndasýningar verða settar upp í gömlu flugstöðinni og flugskýlinu gegnt henni. Þá gefst gestum kostur á að skoða gamlar uppgerðar herbifreiðar í eigu félaga í Fornbílaklúbbnum og annarra, heimsækja íþróttahúsið, keilusalinn, hjólaskautasal og kvikmyndahús varnarliðsins. Einnig verður opið hús í slökkvistöðinni og framhaldsskólanum, þar sem fram fer mót íslenskra og bandarískra skólalúðrasveita, svo og í kirkju varnarliðsins þar sem kórar hinna ýmsu söfnuða varnarliðsmanna munu syngja fyrir gesti.
Ekki er gert ráð fyrir umferð einkabifreiða eða fótgangandi gesta milli aðskilinna svæða sem opin verða almeningi en strætisvagnar verða í stöðugum förum með gesti á milli staða og í skoðunarferðir um flugvallarsvæðið í fylgd leiðsögumanna.
Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Umferð er um Grænáshlið ofan Njarðvíkur. Gestir eru vinsamlega beðnir að hafa ekki með sér hunda.