Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Opið fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð
Föstudagur 20. október 2017 kl. 10:47

Opið fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð

- ný kynningarmyndbönd kynnt

Opið er fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Suðurnesja en sjóðurinn hefur tekið í notkun nýtt rafrænt umsóknarferli sem unnið var í samstarfi landshluta sem starfa eftir Sóknaráætlun.

Sóknaráætlanir landshluta eru sameiginlegt þróunarverkefni ráðuneyta og sveitarfélaga. Verklagið byggir á nýsköpun í stjórnsýslu en markmiðið er að færa ábyrgð og völd til heimamanna sem velja þau verkefni og áherslur sem ríkið styrkir.

Heklan hefur unnið kynningarmyndbönd til þess að sýna fjölbreytni þeirra verkefna sem hlotið hafa styrk úr sjóðnum en á síðasta ári úthlutaði hann samtals 43.600.000 kr. til fjölmargra verkefna á Suðurnesjum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Umsóknarfrestur er til 9. nóvember en frekari upplýsingar veitir Björk Guðjónsdóttir verkefnastjóri í síma 420 3280.