Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Opið fyrir tilnefningar á heiðursborgara Reykjanesbæjar
Heiðursborgari Reykjanesbæjar verður valinn 11. júní nk.
Þriðjudagur 21. maí 2024 kl. 14:39

Opið fyrir tilnefningar á heiðursborgara Reykjanesbæjar

Reykjanesbær hefur ákveðið að útnefna heiðursborgara á hátíðarfundi bæjarstjórnar sem fram fer á 30 ára afmælisdegi sveitarfélagsins þann 11. júní næstkomandi.

Óskað er eftir tilnefningum frá starfsmönnum, bæjarbúum og öðrum áhugasömum aðilum á netfangið [email protected] fyrir 1. júní 2024.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Auk nafns, kennitölu og heimilisfangs þeirra sem tilnefnd eru þarf að fylgja ítarlegur rökstuðningur ásamt upplýsingum um sendanda.

Útnefning heiðursborgara Reykjanesbæjar tekur mið af störfum viðkomandi einstaklings í þágu Reykjanesbæjar eða afrekum í þágu lands og þjóðar. Er sérstaklega litið til þess hvort störf viðkomandi hafi haft veruleg jákvæð áhrif á samfélagið.