Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Opið á morgun hjá Fjölskylduhjálp í Reykjanesbæ
Miðvikudagur 21. desember 2011 kl. 14:31

Opið á morgun hjá Fjölskylduhjálp í Reykjanesbæ

Fjölskylduhjálp Íslands í Reykjanesbæ úthlutaði í gær til á sjötta hundrað aðila á Suðurnesjum. Biðraðir mynduðust við aðsetur Fjölskylduhjálparinnar í Grófinni og biðu fjölmargir klukkustundum saman eftir úthlutun.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Á morgun kl. 16 til 18 verður opið hjá Fjölskylduhjálp Íslands í Reykjanesbæ þar sem úthlutað verður til þeirra rúmlega 100 aðila sem höfðu skráð sig fyrir úthlutun en komust ekki að í gær.


Anna Jónsdóttir, verkefnastjóri hjá Fjölskylduhjálp Íslands, vill koma á framfæri kæru þakklæti til allra sem stutt hafa við hjálparstarf Fjölskylduhjálpar Íslands á Suðurnesjum, hvort sem það er með framlögum, söfnunum eða vinnu.


Nánar verður fjallað um jólaaðstoð Fjölskylduhjálpar Íslands á Suðurnesjum hér á vf.is í fyrramálið.