Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Óöldin í umferðinni heldur áfram
Mánudagur 18. september 2006 kl. 09:32

Óöldin í umferðinni heldur áfram

Lögreglan í Keflavík hafði um helgina afskipti af alls 12 ökumönnum vegna umferðarlagabrota.
Sex þeirra voru teknir fyrir of hraðan akstur, þar af einn sem á laugardaginn ók á 146 km hraða eftir  Reykjanesbraut.  Annar ökumaður var tekinn í gær á 120 km hraða á Grindavíkurvegi. Höfð voru afskipti af þremur ökumönnum vegna ölvunaraksturs og öðrum þremur vegna annarra umferðarlagabrota.
Óöldin í umferðinni heldur því  greinilega áfram þrátt fyrir þá miklu umræðu sem verið hefur í þjóðfélaginu undanfarið. Því miður lítur út fyrir að margir láti sér ekki segjast vegna dómgreindarskorts og ábyrgðarleysis.

 

Um helgina varð 20. banaslysið í umferðinni á þessu ári. Auk þess liggur 17 ára ökumaður þungt haldinn á sjúkrahúsi eftir bílveltu sem orsakaðist af hraðakstri.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024