Önnur kröpp lægð á sunnudag
Annarri krappri lægð er spáð upp að landinu á sunnudaginn og vilja viðbragðsaðilar hvetja alla til að huga vel að eigum og festa allt tryggilega sem getur farið af stað, segir í tilkynningu frá Samhæfingarstöð nú í kvöld.
Veðrið sem geisað hefur í dag er aðeins að ganga niður um vestanvert landið. Samhæfingarstöðin beinir þeim tilmælum til fólks að áður en næsta lægð kemur á sunnudaginn hugi það sérstaklega að þeim hlutum sem í dag og síðustu daga hafi verið lagfærðir til bráðabirgða.
Veðrið sem geisað hefur í dag er aðeins að ganga niður um vestanvert landið. Samhæfingarstöðin beinir þeim tilmælum til fólks að áður en næsta lægð kemur á sunnudaginn hugi það sérstaklega að þeim hlutum sem í dag og síðustu daga hafi verið lagfærðir til bráðabirgða.