Önnur hrollvekjukönguló finnst í Reykjanesbæ
Önnur könguló, áþekk þeirri sem fannst fyrir réttri viku í fyrirtæki í Njarðvík, fannst í morgun í fyrirtæki í Keflavík. Hún var hin sprækasta og hljóp á ógnarhraða. Starfsmenn náðu þó að góma hana í glas og kölluðu til köngulóaljósmyndara Víkurfrétta, sem virðist fátt annað gera þessa dagana en að mynda hrollvekjandi kvikindi úr náttúrunni.
Köngulóin sem fannst í morgun kann að hafa komið með vörusendingu frá Þýskalandi, en köngulóin í síðustu viku kann að hafa komið með vörugámi frá Danmörku.
Ekki er vitað nákvæmlega hvaða kvikindi þetta eru en vísbendsingar eru um að köngulóin sé svokölluð Hobo Spider.
Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi Bárðarson