Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Öngþveiti við gömlu flugstöðina
Miðvikudagur 30. september 2015 kl. 15:26

Öngþveiti við gömlu flugstöðina

Mikið hefur borið á vandkvæðum hjá fólki sem á erindi í gömlu flugstöðina á Keflavíkurflugvelli að fá bílastæði nálægt byggingunni. Er ekki óalgengt að hátt á annað hundrað bílar komi þegar flugvél er að lenda. Öngþveiti skapaðist við gömlu stöðina þegar fólk geymdi bíla sína þar á meðan það fór til útlanda. 

Svo segir í tuttugu ára gamalli frétt Víkurfrétta, sem birtist á forsíðu blaðsins 29. ágúst 1985.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þá er sagt frá því að nokkuð hafi borið á því að bensíni hafi verið stolið af bílunum þegar þeir voru við stöðina í marga daga.
„Benda ýmsir aðilar á að erlendis séu tekin gjöld af bílum og mættu ráðamenn nýrrar flugstöðvar hafa það hugfast, við skipulagsmál þar,“ segir á forsíðu VF.