Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ónægja með fækkun strætóferða
Föstudagur 15. apríl 2011 kl. 13:53

Ónægja með fækkun strætóferða


Á íbúafundum með bæjarstjóra Reykjanesbæjar að undanförnu hefur komið fram nokkur óánægja með fækkun strætóferða á þessu ári. Samkvæmt upplýsingum sem bæjarstjóri hefur kynnt á fundunum eru fyrstu tvær morgunferðir um allan bæ tengdar upphafstíma í vinnu og skóla óbreyttar en eftir það er ekið á klukkutímafresti í stað hálftímafrests fram til hádegis. Hádegistími er óbreyttur en eftir klukkan 14 er að nýju ekið á klukkutíma fresti til kl. 18. og 18.30 en ferðir voru áður til kl. 20 og 20.30.

Í hópastarfi á fundunum hefur fram óánægja íbúa með að vagnarnir hætti of snemma svo börnin komist ekki í starfsemi fyrir þau sem stendur fram á kvöld. Sömuleiðis hefur verið hætt við helgarferðir, sem boðið var uppá í fyrra.

Nokkrir foreldrar sögðu að það komi sér afar illa í kreppunni að börn gætu ekki nýtt sér strætó til að njóta tómstunda og íþrótta um helgar. Fækkun á tímum vagnanna byggir á notkunartölum.

Árni Sigfússon bæjastjóri sagði að öllum væri ljóst að þetta væri slæm skerðing þótt hún kæmi ekki niður á fjöldanum, samkvæmt fyrri notkunartölum, en þó líklega verri en þær sýndu þar sem líklegt væri að fleiri vildu nú nýta strætó í bensíndýrtíð og kreppu.

Árni sagði að ekki væri ráðgert að breyta þessu aftur á þessu ári en vissulega væri þetta í forgangi til endurskoðunar fyrir næsta ár ef atvinnuverkefni tækju við sér.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024