Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ónægðir með umhirðuleysi
Fimmtudagur 12. júní 2008 kl. 09:49

Ónægðir með umhirðuleysi

Nokkrir íbúar í Njarðvík eru óánægðir „hversu bærinn hugsar illa um umhverfi sitt“, eins og það er orðað í tölvuskeyti til VF. Máli sínu til stuðnings sendu þeir meðfylgjandi mynd af sem tekin er við Vallarbraut en „heyskapur“ virðist ekki vera hafinn á svæðinu eins og glögglega má sjá.


„Þetta vill oft vera svona í fyrstu umferð "heyskapar" en nú er unnið hörðum höndum að klára fyrstu umferð á allan bæjinn okkar. Kæmi mér ekki á óvart ef það væri búið að slá þetta þegar þetta er ritað, ef ekki þá verður það í vikunni. Við viljum að sjálfsögðu að bærinn verði í sínu fínasta þann 17. júni og það verður gert,“ segir Guðlaugur H. Sigurjónsson, framkvæmdastjóri USK hjá Reykjanesbæ, í svari til VF.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024