Ömurleg aðkoma að Selskógi
Hún var ömurleg aðkoman sem mætti einstaklingi sem ætlaði að njóta útiverunnar í Selskógi við Þorbjörn í Grindavík á dögunum.
Greinilegt var á ummerkjum að þarna hafi verið fjölmenn samkoma, grillaðar pylsur og gosdrykkja neytt. Brunnin einnota grill eru á svæðinu, mikið af plastumbúðum ýmiskonar og jafnvel voru pylsur ennþá í pökkum.
Umgengnin á svæðinu var til skammar eins og glögglega má sjá á meðfylgjandi myndum.