Omnis sér um tölvukerfi Sandgerðisbæjar
Á dögunum gengu Omnis og Sandgerðisbær formlega frá samningi um rekstur tölvukerfis bæjarfélagsins. Nær samningurinn yfir notendaþjónustu við allar stofnanir bæjarins, rekstur á miðlægum búnaði og afritun. Sandgerðisbær valdi Omnis í kjölfarið á verð- og þjónustukönnun sem unnin var af óháðum ráðgjafa.
Sigrún Árnadóttir bæjarstjóri sagði af þessu tilefni að Omnis hefði boðið hagkvæmustu leiðina fyrir bæjarfélagið auk þess sem fyrirtækið hafi fengið mjög góð meðmæli frá öðrum sveitarfélögum sem það þjónar með sambærilegum hætti. Bjarki Jóhannesson framkvæmdastjóri sölusviðs Omnis, kvaðst afar ánægður með samninginn og segir hann viðurkenningu á starfsemi fyrirtækisins og starfsmanna þess.
„Starfsmenn okkar takast spenntir á við þetta spennandi verkefni með það markmið að tryggja rekstaröryggi tölvukerfa Sandgerðisbæjar með hagkvæmni að leiðarljósi og byggja þar á reynslu sinni í þjónustu við önnur sveitarfélög.“