Sunnudagur 12. júní 2011 kl. 18:49
Ómeiddir eftir bílveltu á Suðurstrandarvegi
Bílvelta varð á Suðurstandavegi á milli Grindavíkur og Krýsuvíkur á níunda tímanum á föstudagskvöld. Fimm útlendingar voru í bílnum en svo virðist sem þeir hafi sloppið ómeiddir frá óhappinu.