Ólympíufarar hylltir á Leifsstöð
Afreksfólkið í Ólympíuliði fatlaðra fékk gríðarlega góðar móttökur er þau sneru aftur til Íslands seint í gærkvöldi.
Kristín Rós Hákonardóttir, Jón Oddur Halldórsson og Jóhann Rúnar Kristjánsson var ákaft klappað lof í lófa, en mikill fjöldi manns var samankominn á Leifsstöð til að heiðra þau fyrir frammistöðuna. Þar á meðal var félagsmálaráðherra, alþingismenn og forystufólk úr Íþróttahreyfingunni auk vina og vandamanna að sjálfsögðu.
Keflvíkingurinn Jóhann Rúnar Kristjánsson keppti í borðtennis á mótinu og stóð sig með mikilli prýði þrátt fyrir að hann hafi ekki náð að vinna leik. Hann var í skýjunum með árangurinn, enda hafði hann sýnt að hann átti fullt erindi í keppni á móti sterkustu borðtennismönnum heims í hans flokki.
„Ég er mjög sáttur og þó að þetta hafi verið fyrstu ólympíuleikarnir eru þetta ekki þeir síðustu og ég er að vona að ég eigi eftir að fara á jafn marga leika og Kristín Rós,“ sagði Jóhann í samtali við Víkurfréttir.
VF-myndir/Þorgils Jónsson: Íþróttafólkið í blómahafi, Jóhann og dóttir hans, Guðrún Anna, ásamt foreldrum hans
Kristín Rós Hákonardóttir, Jón Oddur Halldórsson og Jóhann Rúnar Kristjánsson var ákaft klappað lof í lófa, en mikill fjöldi manns var samankominn á Leifsstöð til að heiðra þau fyrir frammistöðuna. Þar á meðal var félagsmálaráðherra, alþingismenn og forystufólk úr Íþróttahreyfingunni auk vina og vandamanna að sjálfsögðu.
Keflvíkingurinn Jóhann Rúnar Kristjánsson keppti í borðtennis á mótinu og stóð sig með mikilli prýði þrátt fyrir að hann hafi ekki náð að vinna leik. Hann var í skýjunum með árangurinn, enda hafði hann sýnt að hann átti fullt erindi í keppni á móti sterkustu borðtennismönnum heims í hans flokki.
„Ég er mjög sáttur og þó að þetta hafi verið fyrstu ólympíuleikarnir eru þetta ekki þeir síðustu og ég er að vona að ég eigi eftir að fara á jafn marga leika og Kristín Rós,“ sagði Jóhann í samtali við Víkurfréttir.
VF-myndir/Þorgils Jónsson: Íþróttafólkið í blómahafi, Jóhann og dóttir hans, Guðrún Anna, ásamt foreldrum hans