Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 21. september 2000 kl. 14:58

Ólyktin í Innri Njarðvík horfin

Nýr mengunarvarnarbúnaður hefur verið settur upp við fiskverkun í Innri Njarðvík vegna kvartana íbúa um ólykt frá fyrirtækinu. Einnig hefur verið steypt í kringum húsið og umhverfi þess lagfært. Bæjarráði Reykjanesbæjar barst kvörtunarbréf frá íbúum í Innri Njarðvík í byrjun ágúst og farið var fram á aðgerðir bæjaryfirvalda vegna ólyktarinnar. Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja hafði eftirlit og umsjón með framkvæmdum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024