Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ölvunarakstur og svipting
Mánudagur 19. mars 2012 kl. 14:08

Ölvunarakstur og svipting

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Tveir ökumenn voru stöðvaðir vegna gruns um ölvun við akstur í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum um helgina. Við umferðareftirlit veitti lögregla athygli bifreið sem ekið var með rásandi aksturslagi. Aksturinn var stöðvaður og ökumaður fluttur á lögreglustöð. Í hinu tilvikinu reyndist ökumaðurinn ölvaður og án ökuskírteinis. Hann var færður á lögreglustöð og sviptur ökuréttindum vegna ölvunar við akstur. Þá reyndist þriðji ökumaðurinn, sem lögregla stöðvaði, vera með útrunnið ökuskírteini.