Ölvun og slagsmál
Talsverð ölvun og órói var í Reykjanesbæ upp úr miðnættinu í gærkvöld og þurfti lögreglan að sinna nokkrum útköllum vegna slagsmála á skemmtistöðum. Að sögn lögreglu urðu einhverjir pústrar af þessu en engin alvarleg meiðsl. Þurfti lögregla að "kæla" einhverja ólátabelgi en ekki kom til þess að menn væru látnir gista fangageymslur.