Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ölvun og ólæti
Sunnudagur 19. nóvember 2006 kl. 12:29

Ölvun og ólæti

Maður á fimmtugsaldri var fluttur á slysadeild í nótt en hann hafði fengið áverka á andlit eftir að hafa verið sleginn fyrir utan skemmtistað í Keflavík síðla nætur. Tveir gistu fangaklefa Lögreglunnar í Keflavík í nótt, annar vegna ölvunarástands og hinn vegna óláta og ölvunar á verbúð í Sandgerði.

Ökumaður missti stjórn á bifreið sinni á Reykjanesbraut í gærkvöld, rétt vestan við gatnamótin við Vogaveg. Engin meiðsl urðu á fólki en bifreiðin skemmdist nokkuð. Minni háttar árekstur varð snemma í morgun  á mótum Reykjanesbrautar og Vogavegar. Mikil snjókoma var á svæðinu og skyggni mjög lítið. Krapi, snjór og éljagangur er á Reykjanesbraut.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024